Íshampur (Verkefni um afurðarstöð)
Íshampur er verkefni um uppsetningu og rekstur afurðarstöðvar fyrir hampræktendur og hráefnisvinnslu fyrir framleiðendur vörutegunda framleidda úr hampi.
Upplýsingar um verkefnið
Verkefnið hófst árið 2020 og hefur hlotið styrkir frá Uppbyggingasjóði suðurlands og Nýsköpunarráðuneytinu.
Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði eftir að heimilt var að rækta iðnaðarhamp á Íslandi og þeim tækifærum sem sjálfbær framleiðsla og ræktun getur þýtt fyrir íslenskan efnahag og kolefnisspor Íslands til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Í fyrsta lagi gekk hugmyndin út á það að finna hvaða vörutegundir (t.d. plast, byggingarefni, olía o.fl.), sem fluttar eru inn og hvort hægt væri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að framleiða viðkomandi vörur úr innlendum ræktuðum hamp.
Í öðru lagi að finna mest losandi og gjaldeyrisfrekustu vörutegundina, (sem hægt væri að framleiða úr hampi). Reikna síðan út hversu mikið magn af hampi þyrfti til að slík verksmiðja bæri sig.
Og í þriðja lagi að kanna hvort hægt væri að rækta nægan hamp á Íslandi til að anna þeirri eftirspurn sem slík verksmiðja myndi þurfa.
Verkefnahópurinn komst að því að til að nægur áhugi væri fyrir ræktun hamps á Íslandi, en til að hráefnið myndi nýtast þeim sem vildu vinna hinar ýmsu vörutegundir úr hampi, þyrfti að vera til staðar afurðarstöð til að grófvinna hamp plöntuna í þau hráefni sem notuð eru til að framleiða vörur úr hampi.
Verkefnið tók því U-beygju og ákvað verkefnahópurinn að einbeita sér að undirbúiningi fyrir uppsetningu og rekstur á afurðarstöð fyrir hampræktendur og framleiðendur, með staðsetningu á Suðurlandi.
Framvinda verkefnisins
Hér munum við svo setja inn upplýsingar um framvindu verkefnisins.